Fréttir

13.9.2011

Hvatningarverðlaun



Ferðamálastofa, Nýsköpunarmiðstöð, Arkitektafélag Íslands og Hönnunarmiðstöð óska eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna iðnaðarráðherra fyrir verkefni sem miða að samstarfi skapandi greina og ferðaþjónustu. Með sjálfbærni og umhverfishugsun að leiðarljósi.

Óskað er eftir tilnefningum að verkefnum sem eru í vinnslu en þó nógu langt á veg komin til að hægt sé að kynna efni þeirra, markmið, tilgang og framtíðarsýn á opinberum vettvangi. Horft verður til stærri samstarfsverkefna sem miða að samstarfi skapandi greina og ferðaþjónustu og hafa sjálfbærni og umhverfishugsun að leiðarljósi.

Fyrirkomulag

Dómnefnd mun fara yfir allar tillögur og velja síðan fjögur verkefni til kynningar á Ferðamálaþingi sem haldið verður á Ísafirði dagana 5.og 6. október n.k. Áhugaverðasta verkefnið að mati þátttakenda þingsins mun svo hljóta hvatningarverðlaun iðnaðarráðherra að upphæð 1 milljón króna.

Fari svo að tvö verkefni verði jöfn að stigum áskilur dómnefnd sér rétt til að velja á milli. Tekið skal fram að enginn ferðakostnaður er greiddur fyrir viðkomandi heldur er þetta einungis boð um að kynna þau verkefni sem verða fyrir valinu.

Upplýsingar sem skila þarf inn

  • Nafn verkefnis
  • Aðilar að verkefni (fyrirtæki, stofnanir, einstaklingar) ATH að verkefnin verða að vera samstarfsverkefni a.m.k. þriggja aðila.
  • Verkefnisstjóri
  • Netfang verkefnisstjóra
  • Stutt lýsing á verkefni, markmiðum þess og framgangi
  • Hvenær hófst vinna
  • Hvenær er áætlað að vinnu/undirbúningi ljúki

Vinsamlega skráið aðeins eitt verkefni á hvert blað, vistið með heiti verkefnisins og sendið í tölvupósti. Tillögum skal skila inn fyrir 22. september nk. á netfangið sirry@nmi.is

ferdamalastofa.is
















Yfirlit



eldri fréttir