Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang fyrir markaðsfólk ÍMARK að hittast og styrkja tengslanetið. Og við viljum fara lengra með þessa hugmynd og bjóða félögum samstarfssamtaka með.
Þetta er óformlegur hittingur þar sem fólk spjallar saman í þægilegu umhverfi, þar sem vinskapur og hugmyndir geta skapast.
Samstarfssamtök: Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, RUMBA Alumni.
Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, case study, konsepti eða öðru áhugaverðu.
Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17 svo fólk skal mæta tímalega.
Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.
Miðvikudaginn 26. október munu Stöð 2 og Latibær halda stuttar kynningar.
Hvar: Kex hostel á Skúlagötu 28
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17-18.30
Nánari upplýsingar og skráning