Fréttir

20.9.2011

Málmur | Hádegiserindi



Miðvikudagur 28. september kl. 12.10 – 13.00 í Toppstöðinni.

Málmur – íslensk framleiðsla, hráefnið, framboð og vinnslumöguleikar.


Fyrsta hádegiserindi Toppstöðvar og Samtaka iðnaðarins í vetur fjallar um málm og möguleika hans. Daníel Óðinsson, framkvæmdastjóri Járnsmiðju Óðins ehf. kemur í Toppstöðina og fjallar um málm og eiginleika hans , framboð til framtíðar, vinnslumöguleika, horfur og þróun. Markmiðið með erindaröðinni er að efla vitund um innlenda framleiðslumöguleika og stuðla að þverfaglegu samstarfi. Hönnuðir og iðnaðarmenn eru sérstaklega hvattir til að koma, en allir eru velkomnir.

Toppstöðin og Samtök iðnaðarins hafa tekið höndum saman og standa fyrir erindaröð um íslenska framleiðslu og vinnslumöguleika. Í hverjum mánuði verður tekið fyrir eitt hráefni s.s. málmur, gler og timbur. Sérfræðingur úr framleiðsluiðnaði varpar ljósi á hráefnið, eiginleika þess, framboð til framtíðar, vinnslumöguleika, horfur og þróun. Í lok hvers erindis gefst svigrúm til fyrirspurna og umræðu.

Markmiðið með erindaröðinni er að efla vitund um innlenda framleiðslumöguleika og stuðla að þverfaglegu samstarfi. Hönnuðir og iðnaðarmenn eru sérstaklega hvattir til að koma.

Hádegiserindaröðin verður haldin í Toppstöðinni í Elliðaárdal þriðja miðvikudag hvers mánaðar kl. 12.10 – 13.00 og er öllum opin.

www.toppstodin.is
















Yfirlit



eldri fréttir