Kraum hefur nú ákveðið að bjóða efri hæðina í versluninni að Aðalstræti 10 til útleigu, sem sýningarrými fyrir hönnun og listhandverk, íslenskt sem erlent. Gefst því hönnuðum og handverksfólki kostur á að kynna og eða halda sýningu á verkum sínum í þessu fallega rými sem efri hæðin er (62 m2).
Sýningartímabil tekur yfir tvær til þrjár helgar og hefst á miðvikudegi en lýkur á mánudegi.
Sýningarsalurinn verður leigður út frá 28. september og lýkur 21. nóvember þ.e. alls 8 vikur.
Kraum er búin að skapa sér sess sem ein helsta hönnunarverslunin í miðborginni. Hún er mikið sótt, bæði af erlendum ferðamönnum og ekki síður af Íslendingum.
Nánari upplýsingar veitir:
Halla Bogadóttir
halla@kraum.is,
kraum@kraum.is,
sími: 661 7797
kraum.is