Fréttir

8.9.2011

Ráðstefna | ATypI í Hörpu




ATypI er alþjóðlegt félag með megináherslu á letur, leturgerð og grafíska hönnun. Félagið var stofnað 1957 og er helsta verkefni þess ár hvert að halda leturráðstefnuna ATypI. Ráðstefnan ferðast um heiminn milli ára og nú í ár verður hún haldin í Reykjavík.

Þema ráðstefnunnar í ár er stafurinn „ð“. Dagskráin býður einnig upp á heilmikla fjölbreytni í stuttum fyrirlestrum og námskeiðum um grafsíka hönnun þessa fimm daga sem hún stendur yfir.

Ráðstefnan skiptist í þrjá hluta:

Miðvikudaginn 14. september er lögð áhersla á stutt verkleg námskeið. Hvert um 4 klukkutímar þar sem farið er yfir Unicode, letur í Reykjavík, vefletur (Webfonts) og fleira.

Fimmtudaginn 15. september er dagskráin tileinkuð tæknilegri fyrirlestrum, sem margir fjalla um notkun leturs á vefnum Open Type, Leturgerðir fyrir Android OS, Leturgerðir fyrir snertiskjái, CFF á vefnum og margt fleira.

Föstudagur til sunnudags 16.–18. september eru aðaldagar ráðstefnunnar. Dagskrá þessara daga er mjög fjölbreytt. Allt frá pallborðsumræðum um „ð“ og „Hvernig skal nota og forðast Ð, Þ og Æ“ til fyrirlestra um arabísk letur og rannsókna á leturhönnun og letri.


Allt of margt skemmtilegt er í boði til að telja upp hér og hvetjum við þig til að skoða dagskránna á síðunni:
www.atypi.org/2011-reykjavik/

Aðalræðumaður ráðstefnunnar er Gunnlaugur Briem. Auk hans eru tugir frábærra fyrirlesara, auk fulltrúa frá fyrirtækjunum Google, Microsoft, Adobe, FontLab, Linotype, Extensis og fleiri.

Innifalið í ráðstefnugjaldi eru hádegisverðir, kaffi og meðlæti og hátíðarkvöldverður.

Dagskráin og allar helstu upplýsingar er að finna á síðu ráðstefnunnar:
www.atypi.org/2011-reykjavik


Nánari upplýsingar veitir formaður Félags íslenskra teiknara, Hörður Lárusson, í fit@teiknarar.is og 699 0090.

















Yfirlit



eldri fréttir