Útgáfufyrirtækið
Frame og hönnunarmerkið/verzlunin
Moooi hafa tekið höndum saman og stofnað til verðlauna fyrir vöruhönnun ársins. Verðlaunin heita Frame Moooi Award og til þess að vera gjaldgeng þarf hönnunin að vera húsgagn eða lampi sem hefur verið sérhönnuð fyrir ákveðna innréttingu. Öllum er frjálst að skrá sína hönnun og verðlaunin eru ekki af verri endanum, 25.000 €. Við mælum með að fólk kíki á hver fer fyrir dómnefndinni.
Síðastliðin þrjú ár hefur Frame einnig staðið fyrir The Great Indoors Award sem verðlaunar það besta í innanhúshönnun samtímans og óskar Frame sömuleiðis eftir umsóknum þar.
Frame Moooi verðlaunin:
http://www.framemoooi.com
The Great Indoors verðlaunin:
http://www.the-great-indoors.com/2011