Í upphafi sumars var haldinn kynningarfundur vegna hönnunarstefnu Íslands í Iðnó við tjörnina og
Glamour the Concept Boutique var á staðnum og tók myndir. Þau gerðu sér
lítið fyrir og útbjuggu einnig stutt og skemmtilegt myndband frá fundinum
og sendu okkur í tilefni af ráðstefnunni „Nýr Farvegur“ sem fer fram næsta föstudag í Hörpu.
Iceland Design Policy from Iceland Design Centre on Vimeo.
Nýr farvegur | Ráðstefna um hönnunarstefnu Íslands er hluti af kynningu og undirbúningi fyrir útgáfu Hönnunarstefnu Íslands en á ráðstefnunni verður fjallað um hönnun frá sjónarhóli samfélags, umhverfis, efnahags
og framtíðar. Ráðstefnan er opin öllum og skráning fer fram á midi.is.