Íslandsstofa auglýsir eftir þátttöku í hönnunarsýningunni Stockholm Furniture Fair sem haldin verður í Stokkhólmi 7. - 11. febrúar 2012.
Til umráða er 58m2 sýningarsvæði í höll A. Alls geta fimm til sjö fyrirtæki tekið þátt. Þau hönnunarfyrirtæki sem sýndu 2011 hafa forgang á að sýna aftur á næsta ári, hafi þau áhuga.
Hvert fyrirtæki sem valið er getur átt kost á að taka þátt í sýningunni með stuðningi Íslandsstofu í þrjú ár. Hlutur hvers fyrirtækis verður á bilinu 400 - 800 þúsund ISK.
Með umsókn þarf að fylgja lýsing og myndir af þeirri vöru sem umsækjandi ætlar að sýna, markmið og áætlun fyrir verkefnið.
Umsóknir skulu sendar til Berglindar Steindórsdóttur,
berglind@islandsstofa.is.
Valnefnd skipuð af Íslandsstofu og Hönnunarmiðstöð Íslands velur úr umsóknum.
Umsóknareyðublað má nálgast
hér.
Umsóknarfrestur er til 1. september.
Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á
www.stockholmfurniturefair.se