Síðastliðinn miðvikudag, 3 ágúst, var nýr pistlahöfundur kynntur til sögunnar í Víðsjá, það er Sóley Stefánsdóttir hönnuður og mun hún næstu miðvikudaga flytja pistla undir yfirskriftinni „
Að hanna – Að vinna með veruleikann". Pistlarnir hennar munu fjalla um hönnun og vinnuaðferðir sem tengjast hönnun frá ýmsum sjónarhornum. Fylgist með á miðvikudögum á milli klukkan fimm og sex síðdegis á rás 1 á RÚV.
Við viljum nýta tækifærið og minna einnig á pistla Guju Daggar Hauksdóttir arkitekts um samband vatns, landslags, loftslags og byggingarlistar í Víðsjá. Pistlarnir hennar Guju Daggar eru frumfluttir á þirðjudögum á sumartíma Víðsjár milli 5 og 6.