Sýningin
Íslensk samtímahönnun - húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr tekur óvæntan útúrdúr og verður sett upp í Tallinn nú í ágúst. Opnunardagur sýningarinnar er 17. ágúst en formleg opnun og móttaka mun þó verða 21. ágúst kl. 14:30 og mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opna sýninguna.
Sýningin er sett upp í samhengi við
Íslands-daginn í Tallinn en hann er haldinn 21. ágúst næstkomandi með mikilli viðhöfn. Íslenskt þema verður allsráðandi og íslenskar hljómsveitir, hönnuðir og fyrirlesarar verða áberandi um allan bæ. Tallinn er
menningarborg Evrópu 2011 og eru bæði sýningin og Íslands-dagurinn hluti af stærri hátíð sem ber nafnið Design Innovation Festival og er þessi hátíð liður í dagskrá menningarborgar Evrópu. Hér má lesa nánar um hátíðina:
http://www.disainioo.ee/en
Viðtal við sýningarstjóra sýningarinnar Elísabetu V. Ingvarsdóttur í tengslum við uppsetninguna í Tallin er að finna hér:
http://www.innovationfestival.ee/blog_item.php?bid=789
Sýning Íslensk samtímahönnun er farandsýning sem var fyrst opnuð á Listahátíð í Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum 2009 og hefur síðan verið sett upp í Kaupmannahöfn, Sjanghæ, Peking og í Stokkhólmi. Sýningin endurspeglar íslenska samtímahönnun í þeim greinum sem hafa einna mest áhrif á mótun manngerðs umhverfis. Henni er ætlað að vera spegill þess sem telja má gæði í íslenskri hönnun undanfarin ár og er liður í markvissri kynningu og markaðssetningu á íslenskri hönnun innanlands sem utan.
Ljósmyndir frá sýningunni sem var fyrst sett upp á Listahátíð í Reykjavík á Kjarvalsstöðum 2009.
Ljósmyndari: Ingvar Högni Ragnarsson
Sýningin er samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Utanríkisráðuneytis, Mennta-
og menningarmálaráðuneytis, Iðnaðarráðuneytis, Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarsjóðs Auroru.
Sýningin verður sett upp í glæsilegu rými í the Estonian Museum of Applied Art and Design og verður hún opin frá 17. ágúst - 4. september, miðvikudaga - sunnudaga frá 11.00 - 18.00.
Sýningarstjóri: Elísabet V. Ingvarsdóttir
Sýningarhönnun: Kurtogpí í samstarfi við Atelier Atli Hilmarsson
Hönnuðir og verk á sýningunni: