Fréttir

17.8.2011

Sýning | Íslensk samtímahönnun í Tallinn


Sýningin Íslensk samtímahönnun - húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr tekur óvæntan útúrdúr og verður sett upp í Tallinn nú í ágúst. Opnunardagur sýningarinnar er 17. ágúst en formleg opnun og móttaka mun þó verða 21. ágúst kl. 14:30 og mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opna sýninguna.



Sýningin er sett upp í samhengi við Íslands-daginn í Tallinn en hann er haldinn 21. ágúst næstkomandi með mikilli viðhöfn. Íslenskt þema verður allsráðandi og íslenskar hljómsveitir, hönnuðir og fyrirlesarar verða áberandi um allan bæ. Tallinn er menningarborg Evrópu 2011 og eru bæði sýningin og Íslands-dagurinn hluti af stærri hátíð sem ber nafnið Design Innovation Festival og er þessi hátíð liður í dagskrá menningarborgar Evrópu. Hér má lesa nánar um hátíðina: http://www.disainioo.ee/en

Viðtal við sýningarstjóra sýningarinnar Elísabetu V. Ingvarsdóttur í tengslum við uppsetninguna í Tallin er að finna hér: http://www.innovationfestival.ee/blog_item.php?bid=789

Sýning Íslensk samtímahönnun er farandsýning sem var fyrst opnuð á Listahátíð í Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum 2009 og hefur síðan verið sett upp í Kaupmannahöfn, Sjanghæ, Peking og í Stokkhólmi. Sýningin endurspeglar íslenska samtímahönnun í þeim greinum sem hafa einna mest áhrif á mótun manngerðs umhverfis. Henni er ætlað að vera spegill þess sem telja má gæði í íslenskri hönnun undanfarin ár og er liður í markvissri kynningu og markaðssetningu á íslenskri hönnun innanlands sem utan.

   
Ljósmyndir frá sýningunni sem var fyrst sett upp á Listahátíð í Reykjavík á Kjarvalsstöðum 2009.
Ljósmyndari: Ingvar Högni Ragnarsson

Sýningin er samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Utanríkisráðuneytis, Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Iðnaðarráðuneytis, Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarsjóðs Auroru.

Sýningin verður sett upp í glæsilegu rými í the Estonian Museum of Applied Art and Design og verður hún opin frá 17. ágúst - 4. september, miðvikudaga - sunnudaga frá 11.00 - 18.00.

Sýningarstjóri: Elísabet V. Ingvarsdóttir
Sýningarhönnun: Kurtogpí í samstarfi við Atelier Atli Hilmarsson

Hönnuðir og verk á sýningunni:  


Katrín Ólína
Cristal Bar, Hong Kong


VA Arkitektar
Blue Lagoon Clinic


Landslag ehf
Siglufjörður Avalanche barriers


Studio Granda
Hof Country residence


Landmótun
Lækurinn

rut kara home
Rut Kára
Home


+ Arkitektar
Hótel Borg renovation


pk-arkitektar
Birkimörk


Kurtogpi
Borgarfjörður High School

Fly Tinna Gunnarsdóttir
Tinna Gunnarsdóttir
Fly


Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir
Visual inner structure

Blown Glass Kristín Sigfriður Garðarsdóttir
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir
Blown glass

Krummi Bird Coat Hanger INgibjörg Hanna Bjarnadóttir
Ingibjörg Hanna
Krummi
- Bird Coat Hanger

My family STella Design
Stella Design
My family

Go Form
Go Form
MGO 182 & MGO 500

Shelve life Sigríður Sigurjónsdóttir og Snæfríð Þorsteins
Sigríður Sigurjónsdóttir & Snæfríð Þorsteins
Shelve life

Skrauti Stefán Pétur Sólveigarson
Stefán Pétur Sólveigarson
Skrauti


Snæfríð Þorsteins & Hildigunnur Gunnarsdóttir
2922 days
Rocky Tre Dogg Design
DÖGG DESIGN
Rocky Tre

HOch die Tassen Hrafnkell Birgisson product design
Hrafnkell Birgisson
Hoch Die Tassen

Sproti og Spuni Erla Sólveig Óskarsdóttir
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Sproti & Spuni
 
 

Dagur Óskarsson
Dalvík - sled

Utensils Sóley Þórisdóttir
Sóley Þórisdóttir
Utensils

Flower eruption Jón Björnsson
Jón Björnsson
Flower Eruption

Stuðlar FRiðgerður GUðmundsdóttir
Friðgerður Guðmundsdóttir
Stuðlar

















Yfirlit



eldri fréttir