Samtök frumkvöðlakvenna halda glæsilega alþjóðlega ráðstefnu, EUWIIN 2011, í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þann 7.-8. september næstkomandi, og er gert ráð fyrir að minnsta kosti 300 manns víðsvegar að úr heiminum. Ráðstefnan átti að vera í maí en frestaðist vegna eldgoss í Grímsvötnum.
Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á uppfinninga- og frumkvöðlastarfsemi kvenna og vonast er til að það muni stuðla að betri tækifærum kvenna og auka áhugann á málefninu. Karlar eru sérstaklega hvattir til þess að mæta og taka þátt og kynna sér hvað konur eru að finna upp, víðs vegar í heiminu.
Allar nánari upplýsingar veitir Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður og stofnandi KVENN, í síma 898 4661. Netfang: elinoras@gmail.com.
Upplýsingar og skráning á ráðstefnuna fer fram á
www.kvenn.net
Hér má nálgast fréttatilkynningu ráðstefnunnar:
KVENN_EUWIIN_frettatilkynning.pdf