Lúka Art & Design mun kynna vor- og sumarlínu fyrir 2012 á
sýningu CPH Vision í tengslum við tískuviku kaupmannahafnarborgar. Allir eru
velkomnir en sýningin fer fram í Øxnehallen í Kaupmannahöfn, 4.-6. ágúst
2011.
Lúka Art & Design er ungt fatahönnunarmerki stofnað í janúar 2009 af tvíburasystrunum Gunnhildi og Brynhildi Þórðardætrum. Brynhildur er með BA í textíl– og fatahönnun frá Listaháskóla Íslands 2004 og MSc í tæknilegum textílum frá Leeds University 2006. Gunnhildur er með BA (HONS) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge, Anglia Ruskin University árið 2003 og MA í liststjórnun árið 2006 frá sama háskóla.
Þetta er í fyrsta skipti sem Lúka Art & Design tekur þátt í CPH vision.
Athugið! Aðgangur er ókeypis ef þú skráir þig á fyrir 31. júlí!
Sjáumst í Kaupmannahöfn!
lukaartdesign.is |
Facebook |
CPH Vision