Fréttir

13.7.2011

Náttúrunni er sama – en þér ?


Photo © Jóhann Óli Hilmarsson

Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín ehf. og Batteríið arkitektar ehf. hlutu á dögunum 1. verðlaun í boðssamkeppni um sýningu á samspili manns og sjófugla fyrir Norsk Sjøfuglsenter á Værlandet sem er eyja utan við vesturströnd Noregs.

Meginhugmynd sýningarinnar byggir á þeirri staðreynd að hætturnar sem ógna lífsskilyrðum sjófuglanna er jafn hættulegar mannskepnunni sjálfri.

Sýningin sem verður í gamalli skipasmíðastöð byggir í ríkum mæli á gagnvirkri framsetningu – eða eins og segir í umsögn dómnefndar:

„Náttúrunni er sama – en þér“ er sigurvegari keppninnar þar sem hugmyndin gengur lengst í að vera ögrandi. Sýningin byggir á mikilli gagnvirkni og stigvaxandi spennu þar sem sýning og umgjörð styðja hvort annað.“

Nánari upplýsingar á heimasíðu Gagarín, hér .

















Yfirlit



eldri fréttir