Fréttir

8.8.2011

Ráðstefna | Falsanir og brot gegn hugverkarétti

Einkaleyfastofan fagnar 20 ára afmæli sínu á árinu 2011. Af því tilefni mun stofnunin halda ráðstefnu í Kaldalóni, sal tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík þann 18. ágúst 2011. Yfirskrift ráðstefnunnar er „The importance of Intellectual Property Rights“ og fer hún fram á ensku.

Megintilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi hugverkaréttar, hvernig hægt er að koma í veg fyrir brot gegn þessum rétti og mögulegum úrræðum gegn brotum á réttinum. Fram koma innlendir og erlendir fyrirlesarar úr ýmsum áttum og munu umfjöllunarefni þeirra snerta öll svið hugverkaréttarins; einkaleyfi, vörumerki, hönnun og höfundarétt.

Skráning fer fram á heimasíðu einkaleyfastofu, http://www.els.is/radstefna/.


















Yfirlit



eldri fréttir