LungA - Listahátíð ungs fólks á Austurlandi hefst næstkomandi sunnudag og stendur yfir í viku. Í boði á hátíðinni eru námskeið, tónleikar, fyrirlestrar og fjöldi annarra viðburða eins og fatahönnunarsýning á fimmtudagskvöldinu, sýning á heimildarmyndinni Backyard á föstudeginum og útitónleikar í miðbæ Seyðisfjarðar á laugardeginum.
Á heimasíðu hátíðarinnar,
www.lunga.is, er hægt að nálgast dagskrá hátíðarinnar og lesa um viðburði hátíðarinnar. Góða skemmtun!