Ingibjörg Gréta Gísladóttir ásamt fatahönnuðunum, fulltrúum þeirra og Sigurði B. Halldórssyni frá Samtökum Iðnaðarins
Reykjavik Runway kynnti á dögunum í Listasafni Reykjavíkur, þá fjóra fatahönnuði sem unnu sér sæti til úrslita í fatahönnunarkeppni Reykjavik Runway 2011.
Þau sem komust í úrslit voru:
-
Eygló Margrét Lárusdóttir undir merkinu EYGLÓ
-
Harpa Einarsdóttir undir merkinu ZISKA
-
Rosa Winther Denison og Bryndís Þorsteinsdóttir undir merkinu ROSA-BRYNDIS
-
Sólveig Ragna og Gunnhildur Edda Guðmundsdætur undir merkinu SHADOW CREATURES.
Fyrirkomulag keppninnar:
Keppendur hafa tvo mánuði til þess að vinna að vor/sumar fatalínu sinni 2012 og fá til þess 150.000 kr. í hvatningarlaun hver í boði Samtaka iðnaðarins. Í lok sumars verður haldin tískusýning þar sem hægt verður að sjá afrakstur hönnuðanna og sigurvegari valinn af dómnefnd skipuð af Fatahönnunarfélagi Íslands.
Sigurvegari hlýtur 500.000 kr. í verðlaunafé ásamt árssamningi við Reykjavík Runway.
Reykjavik Runway er tískufyrirtæki sem vinnur með fatahönnuðum við að koma þeim á markað hérlendis jafnt sem erlendis.
Keppnin er unnin í samvinnu við Fatahönnunarfélag Íslands og Hugmyndahús háskólanna.
Frekari upplýsingar veitir Ingibjörg Gréta Gísladóttir
695-4048
reykjavikrunway.com