Fréttir

21.6.2011

FærID í London

 
 
 
Hönnunarteyminu FærID hlotnaðist sá heiður að vera valdar sem þátttakendur á sýningu í Bretlandi sem kallast One Year On. Sýningin verður haldin 6.-9. júlí nk.

Þar mun FærID sýna vörur sínar ásamt fleiri hönnuðum sem eru búnir að starfa sjálfstætt í jafn langan tíma og þær. “Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur til að kynnast breska markaðinum og sýna hvað við erum búnar að vera að gera undanfarið ár” segir Þórunn Hannesdóttir, hönnuður hjá FærID.

Sýningin er einungis ætluð hönnuðum og fyrirtækjum sem hafa verið að vinna í uppundir ár saman. Þetta er sýning sem er haldin ár hvert í London og er partur af sýningunni New Designers. Sýningin er opin öllum en hún er þó helst ætluð kaupendum, dreifiaðilum og framleiðendum. “Við vonumst til að komast í samband við kaupendur og dreifiaðila, og erum spenntar fyrir því að fá viðbrögð frá markaðinum úti” segir Herborg Harpa Ingvarsdóttir, hönnuður hjá FærID.

FærID ætla að sýna Master skókanínur og Master skóketti, auk hirslulínunnar Show it. Þessar vörur eiga að þeirra mati fullt erindi á erlendan markað. Aðrar vörur sem FærID framleiðir og selur eru I love Reykjavík - piparkökumót, Íslandsglasabakkar og "Fáðu þér gott fyrir gott" - bleikt slaufunammi til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.





















Yfirlit



eldri fréttir