Fréttir

7.6.2011

Hugmyndafundur | Hönnunarstefna


Að morgni miðvikudagsins 15. júní næstkomandi verður haldinn vinnufundur um Mótun hönnunarstefnu Íslands. Áhugasömum gefst tækifæri til að taka þátt í fundinum.

Fundinum er ætlað að fá fram aðaláherslur og sýn hönnuða, arkitekta og fagfólks í hönnun með opinni umræðu og hugmyndavinnu, jafnframt því að ná fram samtali við aðila atvinnulífs og stjórnsýslu.
Takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í Hugmyndafundinum eða þyrstir í frekari upplýsingar, sendu okkur línu á katla@honnunarmidstod.is.

Dagskrá fundarins:
  • 8:30 Morgunverður
  • 8:50 Sigurður Þorsteinsson, formaður stýrihóps kynnir verkefnið Mótun Hönnunarstefnu Íslands
  • 9:05 Halla Helgadóttir kynnir undibrúningsvinnu sem unnin var fyrir verkefnið 2010
  • 9:20 Fulltrúar fagstétta kynna helstu áherslupunkta síns félags
  • 10:15 Hlé
  • 10:30 Sigurður Þorsteinsson opnar umræður
  • 10:40 Umræður - þemu - umræðuleiðbeinandi og skrásetjari á hverju borði
  • 12:00 Forgangsröðun hugmynda
  • 12:20 Hlé
  • 12:30 Niðurstöður kynntar af borðstjórnendum
  • 12:55 Sigurður Þorsteinsson lokar deginum
  • 13:00 Fundi slitið

Sjá einnig:
http://www.honnunarmidstod.is/honnunarstefna/
http://www.honnunarmidstod.is/Frettir/Lesafrett/2368
















Yfirlit



eldri fréttir