Fréttir

6.6.2011

Vinnufundur | Hönnunarstefna



Þann 15. júní nk. verður haldinn vinnufundur í Iðnó sem er liður í mótun hönnunarstefnu Íslands.

Markmið fundarins eru að fá fram aðaláherslur og sýn hönnuða, arkitekta og fagfólks í hönnun með opinni umræðu og hugmyndavinnu, jafnframt því að ná fram samtali við aðila atvinnulífs og stjórnsýslu.

Á fundinum verður fyrirliggjandi rannsóknarvinna vegna mótunar hönnunarstefnu Íslands kynnt og hönnunarfélögin níu kynna og ræða helstu áherslumál sín, stöðuna í dag og framtíðarsýn. Eftir það tekur við opin umræða og hugmyndavinna um mótun hönnunarstefnu Íslands, með áherslu á sérstöðu og styrk Íslands á sviði hönnunar.

Þáttakendur verða fjölbreyttur hópur m.a. úr hönnunargeiranum, menntastofnunum, samtökum og stjórnsýslu.

Verkefnið Mótun hönnunarstefnu Íslands er á vegum Hönnunarmiðstöðvar, Iðnaðarráðuneytis og Mennta- og menningarmálaráðuneytis og er ætlað að stuðla að aukinni vitund um mikilvægi og möguleika hönnunar í íslensku samfélagi með mótun opinberrar stefnu um hönnun.

Nánari upplýsingar um verkefnið eru á slóðinni http://www.honnunarmidstod.is/honnunarstefna/.
















Yfirlit



eldri fréttir