Fréttir

6.6.2011

Pælingar um stétt

Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar býður, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, til hádegisfunda á fimmtudögum í salarkynnum sviðsins á 7. hæð Höfðatorgi (ath. uppganga í eystri stigaturninum).

Mun sviðið jafnframt bjóða fundarmönnum léttar hádegisveitingar.

Minnum á sjöunda fundinn í þessari spennandi fundaröð nú á fimmtudaginn kemur, þann 9. júní.

Félagsmenn hafa þétt sér í kringum sameiginleg hugðarefni sín á fundum vetrarins og það er von okkar að umfjöllunarefnið að þessu sinni sé þeim jafnframt hugleikið: Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og stundakennari í arktektúr við hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ og umsjónarmaður pælinga, mun pæla í stétt.

Fundartími: Fimmtudagur 9. júní kl.12-13
Fundarstaður: Vindheimar á 7. hæð Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 - eystri stigaturn, efsta hæð.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Hugleiðingar - spjall - léttar veitingar.


















Yfirlit



eldri fréttir