Fréttir

17.5.2011

Mótun hönnunarstefnu Íslands

Iðnaðarráðuneyti hefur ráðið til starfa Kötlu Maríudóttur sem starfsmann stýrihóps um verkefnið Mótun hönnunarstefnu Íslands. Katla hefur lokið BA gráðu í arkitektúr og hefur starfað innan hönnunargeirans undanfarin ár. Hún verður með starfsaðstöðu í Hönnunarmiðstöð Íslands.

Mótun hönnunarstefnu Íslands er verkefni á vegum Iðnaðarráðuneytis, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Hönnunarmiðstöðvar. Markmið þess er að auka vitund á mikilvægi og möguleikum hönnunar í íslensku samfélagi með mótun opinberrar stefnu um hönnun.

http://www.idnadarraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3211

















Yfirlit



eldri fréttir