Verk nemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild
í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Opnun laugardaginn 23. apríl kl. 14.00.
Tískusýning útskriftarnemenda í fatahönnun
- fimmtudaginn 21. apríl kl. 20.00 í Hafnarhúsi, portinu.
Hreyfanlegt helgihús, vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, heilavél, innhverf paradís, bækur, ýmis húsgögn, málverk, innsetningar, þátttökulist, staðsetningarbauja, veggspjöld, leturtýpur, fjölstaðhæfing, ævintýri í geimnum, mannvirki, fatahönnun, ofnagrind, nælur, leikspil, fótboltamark, leturhönnun, safnkortaspil, postulín, ljós, hirslur og leikföng.
Þetta og margt fleira getur að líta á útskriftarsýningu nemenda myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans sem opnar laugardaginn 23. apríl kl.14.00 í Hafnarhúsi en sýningin er í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur.
Í ár eru 72 útskriftarnemendur sem sýna verk sín, 53 í hönnunar- og arkitekúrdeild og 19 í myndlistardeild.
Verk nemenda á sýningunni eru afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðubúna að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt með forvitni, áræði og framsækni að leiðarljósi.
Sýningin stendur til 8. maí og er opin daglega frá kl. 10.00 – 17.00, fimmtudaga frá kl. 10.00 – 20.00.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Sýningarstjórar eru: Erling Klingenberg, Atli Hilmarsson og Hörður Lárusson.
Boðið er upp á leiðsögn um sýninguna.
Nánari upplýsingar veitir Lilja Gunnarsdóttir kynningarstjóri útskriftarsýningar LHÍ í síma: 552 4000 / 694 2076 og í tölvupósti á
liljag11@lhi.is