Fréttir

19.4.2011

Tískusýning | Útskriftarnemar í fatahönnun við LHÍ



Tískusýning útskriftarnemenda í fatahönnun við Listaháskóla Íslands - fimmtudaginn 21. apríl kl. 20.00 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, portinu.

Næstkomandi fimmtudagskvöld 21. apríl kl. 20.00 sýna níu nemendur við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands lokaverkefni sín á tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur.

Hönnuðirnir sem sýna verk sín eru Elsa María Blöndal, Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Guðmundur Jörundsson, Gyða Sigfinnsdóttir, Halldóra Lísa Bjargardóttir, Hjördís Gestsdóttir, Jenný Halla Lárusdóttir, Signý Þórhallsdóttir og Sigríður M. Sigurjónsdóttir.

Sýningin er afrakstur þriggja ára B.A. náms við Listaháskólann og verða viðstaddir virtir erlendir prófdómarar; Emily Harris frá Sonia Rykiel og Rikke Ruhwald sem unnið hefur fyrir Rykiel, Martine Sitbon, Lacroix ofl. til að meta verk nemenda.

Viðburðurinn er hluti af útskriftarsýningu nema við myndlistar- og hönnunar- og arkitektúrdeildir Listaháskóla Íslands, en næstkomandi laugardag 23. apríl opnar sýning á verkum útskriftarnema í Hafnarhúsinu kl 14.00. Sýningin stendur til 8. maí og er opin daglega frá kl. 10.00 – 17.00, fimmtudaga frá kl. 10.00 – 20.00.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sýningarstjórar eru: Erling Klingenberg, Atli Hilmarsson og Hörður Lárusson

Nánari upplýsingar veitir Lilja Gunnarsdóttir kynningarstjóri útskriftarsýningar LHÍ í síma: 552 4000 / 694 2076 og í tölvupósti á liljag11@lhi.is

lhi.is
















Yfirlit



eldri fréttir