Fréttir

1.10.2011

Ferðamálaþing 2011 | Samspil ferðaþjónustu og skapandi greina



Iðnaðarráðuneyti og Ferðamálastofa í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, Arkitektafélag Íslands og Byggðasafn Vestfjarða bjóða til ferðamálaþings á Ísafirði 5.- 6. október 2011.

Meginþema þingsins er upplifun með áherslu á samspil ferðaþjónustu og skapandi greina.

Vönduð dagskrá

Dagskráin er afar vönduð með fjölda áhugaverðra fyrirlestra. Þá verður haldin málstofa sem hugsuð er sem vettvangur skoðanaskipta um afmörkuð málefni sem varða ferðaþjónustu og skapandi greinar. Jafnframt verða afhent hvatningarverðlaun iðnaðarráðherra fyrir verkefni sem miða að samstarfi skapandi greina og ferðaþjónustu.

Í lok fyrri ráðstefnudags er boðið upp á óvissu- og upplifunarferð og lýkur deginum með sameignlegum kvöldverði.

Skráning og bókanir

Skráning á ráðstefnuna, greiðsla skráningargjalds og bókun á gistingu er á vesturferdir.is. Hægt er að velja um annan daginn eða báða, með eða án kvöldverðar. Bókanir í flug eru hjá Flugfélagi Íslands.

Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á vefsíðu Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is
















Yfirlit



eldri fréttir