Fréttir

26.4.2011

Takk fyrir #1 // LEMONADE // Colin Wright // Andrés Jónsson



Fyrsti Takk fyrir viðburðurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Listaháskóla Íslands fimmtudagskvöldið 28. apríl 2011 kl. 20.00. Sýnd verður heimildarmyndin LEMONADE eftir Erik Proulx en myndin fjallar um hvernig skapandi fólk nýtir tækifærin sem felast í því að missa vinnuna.

Á undan sýningu myndarinnar munu Colin Wright (heimsferðalangur, höfundur, minimalisti og frumkvöðull) og Andrés Jónsson (almannatengill, höfundur og frumkvöðull) fara með fyrirlestra er tengjast efni myndarinnar.

LEMONADE
Heimildarmynd eftir Erik Proulx
http://www.lemonademovie.com/

Colin Wright
http://exilelifestyle.com/
Start by Quitting

Andrés Jónsson
http://godsamskipti.is/
Stígðu skrefið

Hvar og hvenær:
Listaháskóli Íslands
Fyrirlestrarstofa 113
Skipholti 1

Fimmtudagskvöldið
28. apríl 2011
kl. 20.00


Frítt inn.

-------------------------------------------------------

Takk fyrir er létt viðburðasería tengd skapandi greinum. Undir Takk fyrir heyra fyrirlestrar, kvikmynda-, lista- og hönnunarsýningar.

Frítt er inn á alla Takk fyrir viðburði.

Umsjónarmaður Takk fyrir er Ragnar Freyr. www.ragnarfreyr.com.
Ábendingar og hugmyndir eru vel þegnar á netfangið r@ragnarfreyr.com

















Yfirlit



eldri fréttir