Hin árlega hönnunarvika í Mílanó hefst þann 12. apríl. Sýningin er
haldin í fimmtugasta sinn í ár og er stærsta sýning sinnar tegundar í
heiminum. Á sýningunni er að finna allt það helsta sem um er að vera í
hönnunarheimum og helstu straumar og stefnur kynntar.
Hafsteinn
Júlíusson hönnuður sýnir með Super Farm á Salone Satellite en mun auk
þess leyfa okkur að fylgjast með hönnunarvikunni á bloggi
Hönnunarmiðstöðvar,
blog.icelanddesign.is.
Salone Internazionale del Mobile
www.superfarm.it