Fréttir

10.4.2011

Ráðstefna | Alþjóðlegt ár skóga



Tímamótaráðstefna 28. apríl:
Íslenska skógarauðlindin - skógur tækifæra | Hagnýting íslensk skógarviðar - þróun íslenskra skóga


Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir að árið 2011 sé „alþjóðlegt ár skóga" í aðildarlöndum sínum. Verkefninu er ætlað að auka vitund fólks um mikilvægi skóga og styrkja sjálfbæra umhirðu, vernd og uppvöxt skóga til hagsbóta fyrir núverandi og komandi kynslóðir.

Í tilefni alþjóðlegu ári skóga á Íslandi hafa hagsmunaaðilar í skógrækt og viðarvinnslu á Íslandi tekið höndum saman og skipulagt ráðstefnu sem haldin verður fimmtudaginn 28. apríl í Súlnasal á Radisson Blu hótel Sögu. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta!

Ítarlegar upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningu er að finna á vef Nýsköpunarmiðstöðvar.



Á alþjóðlegu ári skóga verða kynntir þeir möguleikar sem Íslendingar hafa á sviði skógræktar og hvernig landsmenn geta nýtt sem best skóga landsins til yndisauka, atvinnu- og verðmætasköpunar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við atvinnulífið og hagsmunasamtök tekur virkan þátt í verkefninu og vill með þátttökunni leggja áherslu á hagnýtingu íslensks skógarviðar og tengingu greinarinnar við framþróun og nýsköpun í hvorutveggja skapandi greinum og hefðbundnum byggingargreinum. Aukin vitund markaðar og aukið framboð á íslensku hráefni skapar ný tækifæri til nýsköpunar. Nýsköpun sem þessi er forsenda fyrir fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og undirstaða sterkrar samkeppnisstöðu þess.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi og talsmaður árs skóga 2011, í síma 893 2789.
















Yfirlit



eldri fréttir