Nokkur rými eru að losna í Toppstöðinni.
Um er að ræða hönnunaraðstöðu annars vegar, í skrifstofuhluta hússins, og hins vegar laus pláss í opinni fínverkstæðisaðstöðu, þar sem frumkvöðlar geta komið með tæki og tól til að vinna að vöruþróun og frumgerðasmíði.
Við hvetjum hönnuði og frumkvöðla sem starfa að hugmyndum ætluðum í fjöldaframleiðslu að sækja um.
Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á
vefsíðu Toppstöðvarinnar og umsóknum skal skila inn rafrænt til
toppstodin@gmail.com fyrir 18.4.
Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og öllum svarað.
Nánari upplýsingar veitir Valgerður verkefnisstjóri í síma 5685710 og í
toppstodin@gmail.com.