Fréttir

5.4.2011

Opinn fundur | HönnunarMars



Nú þegar þriðja HönnunarMars er lokið er rétt að staldra aðeins við og fara yfir það sem vel gekk og um leið það sem betur má fara.

Á næstu dögum fer fram endurmatsvinna í Hönnunarmiðstöð á verkefninu en um leið eru tekin fyrstu skrefin í að skipuleggja næsta HönnunarMars sem fram fer dagana 22. - 25. mars 2012. Hluti af þessari vinnu er að heyra hvað þátttakendum finnst um verkefnið; hvað mátti betur fara, hvað gekk vel, hvernig gerum við næst?

Með þetta að sjónarmiði boðar Hönnunarmiðstöð Íslands til opins fundar með hönnuðum og þátttakendum í HönnunarMars í Hönnunarmiðstöðinni, Vonarstræti 4b, klukkan 16:00 fimmtudaginn 7. apríl.

Með von um að sjá sem flesta.
Hönnunarmiðstöð Íslands.
















Yfirlit



eldri fréttir