Fréttir

5.4.2011

Kynningarstarf og almannatengsl | Hádegiserindi Toppstöðvarinnar



Árdís Ármannsdóttir markaðsstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður í Toppstöðinni á fimmtudag.

Í erindi sínu fjallar Árdís um mikilvægi góðrar ímyndar, kynningarstarf, almannatengsl og virkjun tengslanetsins. Hún talar um reynslu sína af samskiptum við íslenska fjölmiðla og nauðsyn þess að úthugsa fréttatilkynningar hvað varðar uppsetningu og efnistök, nálgun og eftirfylgni.

Árdís Ármannsdóttir er alþjóðamarkaðsfræðingur að mennt með BS próf frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í stefnumótun, stjórnun og leiðtogafræðum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum.

Erindið er öllum opið.

Frumkvöðlar að venju hvattir til að mæta.

Skráning á fésbókarsíðu Toppstöðvarinnar.

toppstodin.is
















Yfirlit



eldri fréttir