Að afloknum þriðja árlega HönnunarMars Hönnunarmiðstöðvar Íslands vakna
endalausar hugmyndir um hvernig betur má gera næst. Ár er ekki langur
tími og því ekki seinna vænna en að huga að HönnunarMars 2012 sem fram
fer í Reykjavík dagana 22. - 25. mars.
Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem þátt tóku, gerðu sér ferð í bæinn,
skoðuðu og keypti, lærðu og deildu. HönnunarMars verður ekki til nema
með samstilltu fjöldaátaki og okkur tókst það, aftur.
Enn eru nokkrar sýningar opnar, þ.á.m.
grafísk hönnun í
Saltfélagshúsinu, In the Gray Area í Hönnunarsafninu og
Scintilla í
Spark Design Space.
Við mælum með heimsókn á
bloggsíðu Hönnunarmiðstöðvar, þar sem hátíðinni eru gerð góð skil - þökk sé Sari Peltonen og
Glamour.