Fréttir

30.3.2011

Reykjavík Fashion Festival




Helgina 31. mars – 3. apríl verður Reykjavík Fashion Festival haldið í annað sinn. Hátíðin tókst vonum framar í fyrra og er ætlunin að gera enn betur í ár.

Fatahönnun er ört stækkandi skapandi grein og er mikil gróska meðal hönnuða um þessar mundir á Íslandi. Hátíðinni er ætlað að veita almenningi og fjölmiðlum, innlendum sem erlendum, innsýn í þennan spennandi heim.

RFF verður haldið í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur og taka 22 fatahönnuðir þátt í ár.  Sýningar þeirra verða föstudaginn 1.apríl og laugardaginn 2. apríl kl. 20.
Hönnuðirnir sem taka þátt í hátíðinni í ár eru:

Andersen & Lauth - Áróra - Birna - Dísdís - E-label - Eygló - Forynja - Hanna Felting - Hildur Yeoman - Kalda - Kron - Mundi - Nikita - Rain Deer - REY - Royal Extreme - Shadow Creatures - Sonja Bent - Spaksmannsspjarir - Sruli Recht - Vera - Ýr

2. og 3. apríl verður pop-up markaður í tengslum við hátíðina á Laugavegi 91 (gamla 17 húsinu) þar sem hönnuðir selja vörur sínar.

Vinsamlegast hafið samband við Imbu, framkvæmdastjóra RFF í síma 694 2662, imba@rff.is eða Ragnheiði í síma 847 7140, ragnheidur@rff.is fyrir frekari upplýsingar um hátíðina.

Nánari upplýsingar um hönnuði og dagkrá hátíðarinnar á www.rff.is
Miðasala er hafin á www.midi.is
















Yfirlit



eldri fréttir