Fréttir

12.3.2011

Vöruhönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine 2011


Ljósmyndari: Marino Thorlacius

Ljósmyndari: Marino Thorlacius

Ljósmyndari: Hörður Sveinsson

Ljósmyndari: Hörður Sveinsson
 
Fréttatilkynning Reykjavík, 11.03 2011

Hönnunarhópurinn Vík Prjónsdóttir og listakonan Andrea Maack hlutu í dag fyrstu árlegu Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine, en þau voru afhent snemmdegis við litla athöfn í Hönnunarmiðstöð Íslands, sem er samstarfsaðili Grapevine við framkvæmd verðlaunanna.

Hlaut Vík Prjónsdóttir viðurkenningu fyrir „Vörulínu ársins 2010“
, en hópurinn hefur vakið mikla athygli fyrir fallegan og hugmyndaríkan prjónavarning sem unnin er í samstarfi við Víkurprjón. Segir í rökstuðningi dómnefndar að á bak við hverja vöru sé “skapaður stórbrotinn heimur, ríkur af sögu og fallegum myndlíkingum,” og að Vík Prjónsdóttir sanni „ enn á ný að það er hægt að hanna, framleiða og selja vörur á Íslandi sem eru einstakar í sinni röð.”

Ilmvötn listakonunnar Andreu Maack, Smart, Craft og Sharp, voru valdar „Vara ársins 2010“ af dómnefnd, en óhætt er að segja að ilmvötnin hafi slegið í gegn í kjölfar þess að þau voru kynnt í Spark Design Space sumarið 2010. Dómnefnd segir að fagleg útfærsla vörunnar sé til eftirbreytni, þar vinni ólíkir þættir vel saman unnir í samstarfi við framúrskarandi fólk á ólíkum sviðum. “Eftir stendur vara sem er hvorutveggja í senn, þaulhugsuð markaðsvara og tilfinninganæm upplifun.”

Runners-up (í stafrófsröð, ekki sætaröð):  Vara ársins 2010: Næringarhjólið / Wheel of Nutrition Næringarhjólið er hannað af Hafsteini Júlíussyni í samstarfi við Rui Pereira.  Þéttsetrið eftir Hönnu Jónsdóttur. Vörulínan 2011: Bility vörulínan.  Scintilla vörulína með heimilistextíl.

Dómnefndin samanstóð af hönnuðunum Herði Kristbjörnssyni (fyrir hönd Reykjavík Grapevine) og Hildi Yeoman (fyrir hönd Hönnunarmiðstöðvar Íslands), Höllu Bogadóttur frá versluninni Kraum, Kjartani Sturlusyni frá vefversluninni Birkiland og Tinnu Gunnarsdóttir (fyrir hönd Vöruhönnunar við LHÍ). Dómnefnd voru settar þær skorður í vali sínu að verðlaunaðar vörur þyrftu að vera raunverulegir, áþreifanlegir hlutir (allt frá keramik að skartgripum) og að verðlaunin næðu ekki yfir fatahönnun Einnig að vörurnar hafi komið fram árið 2010.

Útgefandi Reykjavík Grapevine, Hilmar Steinn Grétarsson, segir að markmið verðlaunanna sé að vekja athygli á því sem vel er gert og að styðja við bakið á ört vaxandi og gífurlega spennandi geira hér á landi. “Í gegnum starf okkar hjá Grapevine komumst við í tæri við gríðarlega mikinn fjölda skapandi hæfileikafólks og verðum áþreifanlega varir við orkuna sem nú kraumar undir í skapandi greinum hér á landi. Við vildum leggja okkar af mörkum til að styðja frekar við allt það góða starf sem unnið er á þessum vettvangi og þótti verðlaunaafhending og umfjöllun í kjölfarið skemmtileg aðferð til þess,” segir Hilmar. “Við stefnum að því að afhenda þessi verðlaun árlega, enda lítur allt út fyrir að þessi bylga sköpunar- og framkvæmdakrafts sé síst í rénun—og við áttum í stökustu vandræðum með að velja tvo aðila úr í þetta skiptið, enda af mörgu að taka.

Eitt meginmarkmið Reykjavík Grapevine er að reyna hafa jákvæð áhrif á samfélag það sem blaðið sprettur úr og er ætlað að þjóna og eru þessi verðlaun liður í þeirri viðleytni.” Á viðhengi má lesa rökstuðning dómnefndarinnar í heild.



Dagskrá HönnunarMars 2011 er að finna í Grapevine:




















Yfirlit



eldri fréttir