Leiðsögn um sýninguna á Samkeppnistillögum um húsgögn í Hörpu
Fimmtudaginn 10. mars kl. 12:15 verður hádegisleiðsögn í Hönnunarsafni Íslands um sýningu safnsins á þeim tillögum sem bárust í hönnunarsamkeppni um húsgögn í Hörpu. Höfundar verðlauna- og viðurkenningatillagna segja frá tillögum sínum og rætt verður um hlutverk og mikilvægi slíkra samkeppna fyrir íslenska hönnuði.
Alls bárust 23 tillögur í samkeppnina sem var opin íslenskum hönnuðum. Höfundar að verðlaunatillögunni eru þær Helga Sigurbjarnadóttir og Kristín Aldan Guðmundsdóttir innanhússarkitektar. Tveir tillögur fengu sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Annars vegar tillaga þeirra Dóru Hansen, Heiðu Elínar Jóhannsdóttur og Þóru Birnu Björnsdóttur innanhússarkitekta, hins vegar tillaga þeirra Guðrúnar Margrétar Ólafsdóttur og Oddgeirs Þórðarsonar húsgagnahönnuða í GoForm teiknistofu.
Allt áhugafólk og fagfólk um íslenska hönnun er hvatt til að mæta!
Sýningunni lýkur nú á sunnudag, 13. mars.
HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS
Garðatorgi 1, Garðabær
Sími: 512 1525 / 512 1526
www.honnunarsafn.is