Þann 25. febrúar sl. var haldinn kynningarfundur þar sem iðnaðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti í félagi við
Hönnunarmiðstöð Íslands
ýttu úr vör verkefninu mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland.
Á fundinum kynntu iðnaðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra tilurð verkefnisins ásamt drögum að framkvæmdaáætlun. Hönnunarmiðstöð kynnti rannsóknarvinnu sem unnin var í sumar og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands var með erindi.
Iðnaðarráðherra hefur skipað stýrihóp sem stýrir verkefninu mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland. Stýrihópurinn samanstendur af eftirtöldum aðilum: Sigurði Þorsteinssyni, fulltrúa tilnefndum af iðnaðarráðherra sem jafnframt er formaður, Sóley Stefánsdóttur, fulltrúa tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðherra og Höllu Helgadóttur, fulltrúa tilnefndum af stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Rannsóknarvinnan ásamt drögum að framkvæmdaáætlun eru aðgengilegar
hér og allir sem áhuga hafa eru hvattir til að koma með athugasemdir við verklagið, auk hugmynda um verkefnið.
Vinsamlegast sendið athugasemdir á netfangið
info@honnunarmidstod.is