Fréttir

26.3.2011

Apparat á Sódómu | Tónleikar

Sódóma Reykjavík
Tryggvagata 22
24.03 21:00
25.03 22:00




Fáar hljómsveitir feta jafn ótroðnar slóðir og Apparat Organ Quartet. Sveitin var stofnuð árið 1999 og árið 2002 kom út samnefnd plata. Hún sló umsvifalaust í gegn og tónleikar, sem voru yfirleitt sjaldgæfir og með löngu millibili, seldust ávallt upp. Biðin eftir annari plötu yrði þó enn lengri en það var ekki fyrr en árið 2010 sem meistarastykkið Pólýfónía leit dagsins ljós. Henni var einstaklega vel tekið og var meðal annars útnefnd Plata ársins á Fréttablaðinu. Apparat komu fram á Iceland Airwaves við mikinn fögnuð og síðustu tónleikar þeirra á Íslandi voru útgáfutónleikar þeirra á NASA í desember. Núna er loks komið að Sódómu. Margir kunna að fagna því að Apparat komi fram þar, enda nándin sem skapast á slíkum tónleikastað mun meiri en á stærri stöðum og er því óhætt að lofa einstakri upplifun.

Apparat Organ Quartet skipa Jóhann Jóhannsson, Úlfur Eldjárn, Hörður Bragason, Músíkvat og Arnar Geir Ómarsson. Sveitinni hefur verið líkt við ekki ómerkari nöfn en Kraftwerk, Wagner, Goblin, Terry Reilly, Steve Reich, Sigur Rós, The Glitter Band, Stereolab og Trans Am.

Miðasala hefst þann 1. mars. í 12 Tónum, Skólavörðustíg 15. Nánar á www.sodoma.is

Gylfi Blöndal sodomarvk@gmail.com
















Yfirlit



eldri fréttir