Fréttir

24.3.2011

Smash & Grab

Spark Design Space | Klapparstígur 33 | 24.03-28.05

Scintilla frumsýnir nýja línu af heimilistextíl í Spark Design Space á fyrsta degi HönnunarMars, þann 24. mars. Þetta er önnur lína Scintilla af heimilistextíl og er áherslan, sem fyrr, á framsækna grafík og vönduð náttúruleg efni. Hluti varningsins er aðeins framleiddur í takmörkuðu upplagi fyrir sýninguna.

Í vörulínunni má skynja ferska strauma í íslenskri hönnun þar sem beinn innblástur frá náttúrunni er á undanhaldi og kraftmiklir litir og framandi formheimur er kynntur til leiks.

Scintilla vörurnar eru hannaðar af Lindu Björg Árnadóttur, fata- og textílhönnuði. Linda Björg hefur fimmtán ára reynslu af textílhönnun en hún hefur starfað fyrir tískufyrirtæki í Frakklandi og á Ítalíu auk þess að hafa stýrt Tískuhönnunarbraut Listaháskóla Íslands undanfarin níu ár.

Opnunarhóf verður haldið fimmtudaginn 24. mars frá klukkan 17.

sigridur@sparkdesignspace.com
















Yfirlit



eldri fréttir