Fréttir

3.3.2011

Hreyfiafl | Samræðuþing

 
 
 
 
 
Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands auglýsir eftir tillögum að fyrirlestrum og erindum fyrir samræðuþingið Hreyfiafl sem haldið verður í Listasafni Reykjavíkur 30. apríl næstkomandi. Stefnt er að því að dagskráin hefjist daginn áður með einum inngangsfyrirlestri.

Tilgangur með samræðunum er að draga fram sérstöðu Listaháskólans í samfélaginu og varpa ljósi á starf og hlutverk hönnuða í samfélaginu. Jafnframt er hugmyndin að ræða um menntun hönnuða, nýsköpun í kennslu og samstarfsverkefni við atvinnulíf, efla samtal milli fræða og skapandi lista, fjalla um þekkingarsköpun í listum.

Þannig höfum við áhuga á að ræða hvernig við mörkum vörður til framtíðar í tilefni af því að nú eru 10 ár liðin síðan Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans tók til starfa.

Samræðuþingið verður byggt upp með 10-12 mínútna erindum og nokkrum lengri fyrirlestrum, auk pallborðsumræðna.

Stundakennarar við LHI, starfandi hönnuðir og fræðimenn eru sérstaklega hvattir til að senda inn tillögur að fyrirlestrum og erindum.

Tillögum skal skilað fyrir 21. mars nk. til Jóhannesar Þórðarsonar, deildarforseta Hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ, á netfangið johannes@lhi.is
















Yfirlit



eldri fréttir