Þá er komið að öðru erindinu í erindaröð
Toppstöðvarinnar um vöruþróunarferlið og einstaka þætti þess. Í þetta
sinn er það Páll Einarsson vöruhönnuður hjá O.K. Hull ehf. sem fjallar
um tilurð hugmynda, feril þeirra og hvernig hægt er að æfa
hugmyndaflugið.
Páll Einarsson er vöruhönnuður frá
Listaháskóla Íslands. Páll hefur unnið við vöruhönnun og vöruþróun allar
götur síðar, m.a. á framleiðslusviði Marels, síðar sem sjálfstætt
starfandi vöruhönnuður og loks einn af stofnendum hönnunarstofunnar
Projekt, með aðsetur í Toppstöðinni.
Samhliða störfum sínum sem
vöruhönnuður hefu Páll sinnt stundakennslu við hönnunardeild
Listaháskóla Íslands og við hönnunardeild Iðnskólans í Hafnarfirði.
Látið þetta áhugaverða erindi ekki framhjá ykkur fara.
Allir eru velkomnir og frumkvöðlar og hönnuðir eru að vanda sérstaklega hvattir til að koma. Skráið ykkur á fésbókarsíðu Toppstöðvarinnar.