Fréttir

14.2.2011

Viðburðaskráning | HönnunarMars 2011

Skilafrestur á skráningu vegna þátttöku í HönnunarMars rennur út 21. febrúar.


Mánudaginn 21. febrúar, rennur út frestur til að skrá einstaka viðburði í dagskrá HönnunarMars. Á vef Hönnunarmiðstöðvar er hægt að kynna sér hvernig skráningin fer fram. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningunum svo allt fari vel fram.

HönnunarMars 2011 hefur þegar vakið mikla athygli og ljóst er að hann er kominn til að vera. Fjöldi erlendra gesta hefur boðað komu sína í ár og áhugi innanlands er mikill.

Morgunblaðið, sem hefur frá upphafi verið einn aðalstyrktaraðila HönnunarMars verður með yfirgripsmikla umfjöllun í sérblaði sem kemur úr 23. mars og Grapevine tileinkar tölublaði marsmánaðar HönnunarMarsinum og gerir dagskránni og íslenskri hönnun góð skil í blaðinu sem kemur út 11. mars.

Það er von þeirra sem að verkefninu standa að HönnunarMars dafni í ár líkt og undanfarið og íslenskir hönnuðir láti ekki sitt eftir liggja.

Viðburðaskráning | leiðbeiningar
















Yfirlit



eldri fréttir