Á Safnanótt, föstudaginn 11. febrúar verður opnuð í Hönnunarsafni
Íslands sýning á húsgögnum eftir Gunnar Magnússon. Gunnar er einn
afkastamesti hönnuður okkar og á yfir fjörtíu ára starfsferli teiknaði
hann húsgögn og innréttingar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og
stofnanir, endurgerði hurð Alþingishússins og hannaði skákborðið fyrir
"einvígi aldarinnar" svo fátt eitt sé nefnt. Ásdís Ólafsdóttir
sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna á Safnanótt.
honnunarsafni.is