HönnunarMars nálgast nú óðum og eru hönnuðir og starfsfólk Hönnunarmiðstöðvar í óðaönn við að gera dagskrána sem glæsilegasta.
Á stuttum tíma hefur tekist að festa hátíðin rækilega í sessi, ekki bara sem uppskeruhátíð íslenskarar hönnunar heldur sem meira er, eina af helstu hátíðum borgarinnar og um leið landsins.
Þá er eftir henni tekið úti í heimi og nýlega nefndi New York Times hana sem eina af meginástæðum þess að Reykjavík er í 4. sæti yfir áhugaverðustu staðina að heimsækja á nýju ári, í grein undir yfirskriftinni The 41 places to Go in 2011.
Dagskráin er auðvitað enn í mótun en mjög áhugaverðir viðburðir, sýningar og innsetningar hafa þegar verið kynntar til leiks. Þess má til að mynda geta að Hrafnhildur Arnardóttir, sem nýverið hlaut norrænu textílverðlaunin, opnar sýning í Hönnunarsafni Íslands í HönnunarMars.
Fjöldi erlendra gesta sækir HönnunarMars í ár. Þeirra á meðal erlendir fyrirlesarar, hönnuðir, kaupstefnugestir á kaupstefnuna DesignMatch og blaðamenn en fjöldi fyrirspurna um þátttöku berst utan úr heimi allt árið um kring.