Fréttir

25.1.2011

Rammasamningasútboð á grafískri hönnun

Rammasamningasútboð á grafískri hönnun f. aðila að rammasamningskerfi Ríkiskaupa

Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningakerfi Ríkiskaupa á hverjum tíma, standa fyrir þessu útboði á grafískri hönnun sem nú er auglýst. http://www.rikiskaup.is/utbod/utb/14746

Stuttur kynningarfundur fer fram hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 1.02.2011 kl.14:00-14:30.
Strax að loknum kynningarfundinum (kl. 14:30) verður haldið námskeið í tilboðsgerð fyrir áhugasama þátttakendur.

Þátttaka skal tilkynnt á netfangið utbod@rikiskaup.is fyrir kl. 13:00 mánudaginn 31. janúar nk.

Tilgangur útboðsins er að semja um hvers kyns grafíska hönnun, sú lýsing/upptalning málaflokka sem tilgreind er í viðauka III í útboðsgögnum og á tilboðsblöðum er eingöngu til viðmiðunar til mats á tilboðum, eðli málsins samkvæmt getur sú lýsing ekki verið tæmandi fyrir alla þjónustu grafískra hönnuða. Jafnframt áskilja kaupendur sér rétt til þess á samningstíma að kaupa þá þjónustu sem endurspeglar þarfir þeirra og óskir á hverjum tíma.

Stefnt er að því að semja við þá grafísku hönnuði sem uppfylla kröfur útboðsins.

Skila skal tilboðum til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík þar sem þau verða opnuð þann 17. mars 2011 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

















Yfirlit



eldri fréttir