Fréttir

26.1.2011

Hádegiserindaröð Toppstöðvarinnar vorið 2011 | Vöruþróunarferlið



Toppstöðin mun beina sjónum að vöruþróunarferlinu í heild sinni í erindaröð vorsins 2011.

Vöruþróunarferlinu má skipta upp í nokkra megin þætti eða fasa eins og hugmynda- og undirbúningsfasann, þróun og prófanir, markaðssetningu, framleiðslu og dreifingu.

Toppstöðin hefur fengið til liðs við sig nokkra sérfræðinga á sviði vöruþróunar, vöruhönnunar og markaðssetningar, m.a. úr röðum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þau munu hvert um sig taka fyrir einn þátt vöruþróunarferlisins og gera honum greinargóð skil.

Dagskráin er eftirfarandi:
  • 3. febrúar kl. 12.10 – 13.00 Vöruþróun - Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Mannauðs- og þjónustusviðs NMÍ.
  • 24. febrúar kl. 12.10 – 13.00 Hugmyndafasinn og undirbúningur - Páll Einarsson, vöruhönnuður hjá O.K.Hull ehf.
  • 17. mars. kl. 12.10- 13.00 Vöruþróun og alþjóðlegt samstarf – Egill Sveinbjörn Egilsson, MBA og iðnhönnuður hjá Völku.
  • 7. apríl kl. 12.10-13.00 Markaðssetning og kynningarmál – Árdís Ármanssdóttir, markaðs- og gæðastjóri NMÍ.
  • 28. apríl kl. 12.10-13.00 Framleiðsla og fjármögnun – Óðinn Bolli Björgvinsson, vöruhönnuður hjá Odinn Design.
  • 19. maí kl. 12.00 – 13.00 Markaðssetning á netinu – Sigríður Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri Impru hjá NMÍ.

Hvert erindi verður auglýst nánar síðar.

Allir eru velkomnir og frumkvöðlar og hönnuðir eru að vanda sérstaklega hvattir til að koma.

Fylgist með á fésbókarsíðu Toppstöðvarinnar og á netinu www.toppstodin.is.
















Yfirlit



eldri fréttir