Fréttir

26.1.2011

Síðasta sýningarhelgi | Sigga Heimis í Hönnunarsafni Íslands



Fréttatilkynning frá Hönnunarsafni Íslands

Síðasta sýningarhelgi Sigga Heimis (11.9.2010 – 30.1.2011)


Sýningu Hönnunarsafnsins á verkum Siggu Heimis iðnhönnuðar lýkur nú á sunnudaginn. Sigga hefur á síðustu árum átt í samstarfi við heimsþekkt framleiðslufyrirtæki á sviði hönnunar. Gripir hennar hafa verið fjöldaframleiddir í mörg ár og á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast afar fjölbreyttum verkum þessa þekkta iðnhönnuðar sem vinnur í alþjóðlegu umhverfi. Sýningin hefur vakið mikla athygli og verið fjölsótt bæði af áhugafólki og fagfólki og nemendur á öllum aldri hafa fengið sérsniðna fræðslu um sýninguna.

SIGGA Í SAFNINU Í HÁDEGINU Á FÖSTUDAG!

Sigga Heimis gengur um sýninguna og segir frá helstu verkum sínum í léttu spjalli við gesti, föstudaginn 28. janúar, kl. 12:15-13.

Við hvetjum bæði áhugafólk og fagfólk um hönnun og iðnað til að missa ekki af þessu einstaka tækifæri að ganga um sýninguna í fylgd Siggu á föstudaginn.
Allir velkomnir.
Ókeypis aðgangur á þennan viðburð.

Hönnunarsafn Íslands
Garðatorgi 1
210 Garðabær
www.honnunarsafn.is   Opið alla daga nema mánudaga, kl. 12-17.


















Yfirlit



eldri fréttir