Íslandsstofa kannar áhuga á þátttöku í viðskiptasendinefnd til Marokkó. Sendinefndin er áformuð 14.-18. maí nk. Viðskiptatækifæri í landinu eru á sviði fiskveiða og vinnslu og tengdra greina, en einnig mannvirkjagerðar, hönnunar o.fl. Sérstök athygli er vakin á að textíliðnaður í Marokkó er mikill og því tækifæri fyrir hönnuði á því sviði að leita samstarfs.
Boðið verður upp á fyrirfram bókaða viðskiptafundi ásamt því að leitað verður viðskiptasambanda í samræmi við óskir þátttakenda (Partner search).
Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson,
thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.
Vinsamlega hafið samband fyrir 11. febrúar nk.
islandsstofa.is