Fréttir

27.1.2011

Hrafnhildur Arnardóttir hlýtur norrænu textílverðlaunin

Hrafnhildur Arnardóttir, einnig þekkt sem Shoplifter, hlaut norrænu textílverðlaunin í ár. Verðlaunin verða afhent í Borås, Svíþjóð, 10. nóvember en þá opnar einnig sýning með verkum Hrafnhildar í textílsafninu í Borås.

Hrafnhildur hefur verið afkastamikil í list sinni á undanförnum árum og sýnt verk sín víða um heim, m.a. í hinu virta safni Museum of Modern Art í New York.

Hrafnhildur verður með sýningu í Hönnunarsafni Íslands í HönnunarMars sem fram fer 24. - 27. mars nk.

















Yfirlit



eldri fréttir