Fréttir

6.1.2011

Fræðslukvöld um skatta og rekstrarform

Þriðjudaginn 11. janúar frá kl. 19.30-22.00 í Norræna húsinu

Á námskeiðinu verður leitast við að svara spurningum um hvernig best er að hátta sjálfstæðum rekstri og hvað bera að hafa í huga varðandi skattamál.

Frá ríkisskattsstjóra koma deildarstjórarnir Elín Alma Arthúrsdóttir og Bjarni Amby Lárusson, en bæði hafa þau margra ára reynslu af störfum í skattkerfinu og hafa margsinnis sinnt námskeiðshaldi á vegum embættisins.

Elín, sem er viðskiptafræðingur að mennt, mun fara í saumana á þeim rekstrarformum sem henta tónlistarfólki við mismunandi aðstæður, hvernig best er að stofna til þeirra og hvaða kvaðir og skyldur kunna að fylgja.

Lögfræðingurinn Bjarni Amby mun m.a. fara náið í saumana á virðisaukaskattskerfinu, muninum á innskatti og útskatti, hvernig haga á skilum á VSK og hvaða liðir eru frádráttarbærir sem rekstrarkostnaður. Að erindum sínum loknum sitja þau fyrir svörum.

Auk þess kynnir Gunnar T. Ásgeirsson, endurskoðandi hjá PriceWaterhouseCoopers, þjónustu sína og útskýrir hvaða rekstrarform hentar best þegar tónlistarfólk setur upp rekstur en hann hefur unnið með hljómsveitinni Sigur Rós.

Námskeiðsgjald er 5000 krónur og 3000 krónur fyrir félagsmenn FTT, TÍ, FÍH, FÍT og FHF. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námskeiðsgögn og létt hressing. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram.

Skráning er hjá greta@islandsstofa.is Nánari upplýsingar veitir Kamilla Ingibergsdóttir, kamilla@icelandmusic.is og í síma 511 4000.

uton.is

















Yfirlit



eldri fréttir