Bloggsíðan „
The Creative Project“ hefur tekið saman lista yfir 16 flash síður sem þeim þykja skara fram úr á árinu 2010 og er vefsíðan
Legends of Valhalla á þeim lista. Gagarín hannaði og forritaði vefinn á haustmánuðum en
Legends of Valhalla – Thor
er fyrsta íslenska þrívíddar teiknimyndin í fullri lengd og segir frá
hinum unga járnsmið Þór og sögunni á bak við hvernig hann varð þrumuguð
og verndari Ásgarðs. Myndin er fyrir börn og fullorðna á öllum aldri og
verður frumsýnd á árinu 2011.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vefurinn er til umfjöllunar í erlendum miðlum, The Specyboy Design Magazine valdi hann í vikulega úttekt sína á vel hönnuðum vefsíðum. Koflash Web Gallery, Bedesignful og Creattica hafa einnig birt vefinn.
Lesa grein The Creative Project
gagarin.is