Fréttir

21.12.2010

Námskeið | Stafrænar spegilmyndavélar



Toppstöðin hefur fengið ljósmyndarann Pétur Thomsen til liðs við sig í fjölbreyttan hóp Toppfólks.

Pétur mun halda hin eftirsóttu ljósmyndanámskeið sín á stafrænar spegilmyndavélar í Toppstöðinni og hefjast námskeiðin strax eftir áramót. Námskeiðin eru ætlað byrjendum og lengra komnum notendum stafrænna spegilmyndavéla (s.s. Canon Eos 450D, Nikon D3100, D5000 eða sambærilegum vélum).

Kennt er hvernig á einfaldan hátt er hægt að taka enn betri myndir og hvað þarf að gera til að ná hámarksgæðum úr myndavélinni. Farið er yfir stillingar á myndavélinni, valmynd (menu) og virkni takka. Kennd eru grunnatriði í ljósmyndatækni, s.s. ljósop, hraði, ISO, WB, RAW skrá, dýptarskerpa, ljósmæling og fleira. Farið er í grunnatriðin í flassnotkun og mynduppbyggingu og margt fleira.

Hvert námskeið er þrjú kvöld og kennsla fer fram kl. 19:00 – 22:00 í Toppstöðinni, Rafstöðvarvegi 4, 110 Reykjavík.

Námskeiðið kostar kr. 23.000. Í desember er tilboð á gjafabréfum á námskeið á kr. 20.000.

Næsta námskeið verður haldið 11., 12. og 18. janúar 2011 (skráning er þegar hafin).
Skráning og upplýsingar í namskeid@peturthomsen.is eða í síma 899-8014.
















Yfirlit



eldri fréttir